arnessysla@krabb.is 482 1022

Krabbameinsfélag Árnessýslu, Árborg og Vatn og heilsa!

Krabbameinsfélag Árnessýslu fagnar góðu samstarfi við Sveitarfélagið Árborg og Vatn og heilsu í heilsueflandi Mottumars.

Þriðjudaginn 17. mars kl.18:30 er þér boðið til skemmtunar í Sundhöll Selfoss þar sem stelpurnar í Vatn og Heilsu verða með sund-blak og aðra skemmtilega vatna-leiki í innilauginni. Viðburðurinn er tilvalin skemmtun fyrir fjölskylduna að eiga saman og efla heilsuna um leið.

Sveitarfélagið Árborg býður öllum frítt í sund í Sundhöll Selfoss frá kl.16:00 þennan dag og hvetjum við alla til að nýta sér það frábæra boð. Krabbameinsfélag Árnessýslu býður uppá léttar veitingar að skemmtuninni lokinni, sem er áætluð um kl.19:30 og verður með kynningu á starfsemi félagsins í andyri Sundhallarinnar.

Hlökkum til að eiga skemmtilegan tíma með þér og fjölskyldu þinni, þriðjudaginn 17. mars kl.18:30 í Sundhöll Selfoss 

Nánari upplýsingar á VIÐBURÐADAGATALINU

Comments are closed.