arnessysla@krabb.is 788 0300

Greinasafn

Mottumars í fullum gangi!

Mottumars er enn í fullum gangi þó klárlega hafi veiran margrædda haft mikil áhrif á dagskrá Krabbameinsfélaganna, bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni.

Við höldum þó áfram að minna á hreyfingu sem forvörn gegn krabbameinum og langar í því tilefni að skora á alla hreyfihópa, iðkendur allra íþróttafélaga, iðkendur í öllum líkamsræktarstöðvum og alla sem hreyfa sig…. að klæðast Mottumars sokkum á sinni æfingu Mottumars daginn, föstudaginn 13.mars.

Að sjálfsögðu langar okkur að sjá myndir af ykkur með æfingahópnum, í ræktinni eða úti í göngunni og megið þið endilega pósta þeim á síðuna okkar eða senda okkur í messenger.

Mottumars sokkana má kaupa í öllum helstu verslunum, í vefverslun Krabbameinsfélags Íslands eða hafa samband við okkur í síma 788 0300

Upp með sokkana, hreyfum okkur og höfum gaman af!

Comments are closed.