arnessysla@krabb.is 482 1022

Rebekka! Stúka Oddfellow á Selfossi færðar þakkir.

Miðvikudagskvöldið 4.mars 2020 kynnti formaður Krabbameinsfélag Árnessýslu, starfsemi félagsins fyrir Rebekku stúku Oddfellow á Selfossi. Kynningin fól í sér þakklætisvott til stúkunnar fyrir rausnarlegt framlag þeirra til félagsins haustið 2019. Það var með miklu stolti sem formaður sagði frá öllu því öfluga starfi sem félagið hefur byggt upp og fjölda þeirra félagsmanna sem eru tilbúnir að leggja félaginu lið á einn eða annan hátt. Félagið finnur velvilja frá samfélaginu öllu. Krabbamein snertir okkur öll á einhvern hátt, ýmist persónulega eða í gegnum samhyggðina sem við finnum til þeirra sem takast á við sjúkdóminn. Við höldum áfram að vinna markvisst að okkar markmiðum, að efla þjónustu í heimabyggð og styðja við þá sem greinast með krabbamein og fjölskyldur þeirra. Félagið sendir sínar bestu þakkir til Oddfellow, bæði fyrir styrkinn og að gefa okkur færi á að kynna starfsemi félagsins á svo öflugum vettvangi.

Svanhildur Ólafsdóttir

F.h Krabbameinsfélag Árnessýslu Svanhildur Ólafsdóttir, formaður

Comments are closed.