Rétt við hápunkt gleðinnar!
Rétt við hápunkt gleðinnar við að standsetja aðstöðu félagsins að Eyravegi 31 berast fréttir af hertari sóttvarnaraðgerðum. Óhjákvæmilega hefur það áhrif á skipulag viðburða félagsins og sér í lagi nú í bleikum október sem hefur verið einn af okkar uppáhalds mánuðum. Við látum þó ekki deigan síga og höldum áfram mikilvægri uppbyggingu á starfsemi félagsins. Í stað stærri viðburða, leggjum við áherslu á fámennari viðburði auk þess að notast við tæknina og streyma viðburðum. Ómögulegt er að setja upp fasta dagskrá fyrir október en við sendum reglulega frá okkur upplýsingar og fréttatilkynningar varðandi opnun og viðburði. Fylgist endilega vel með á heimasíðunni okkar, á facbook og í fréttamiðlum.
Krabbameinsfélag Árnessýslu