arnessysla@krabb.is 482 1022

Stuðningur og ráðgjöf

Lóa Björk Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur

Krabbameinsfélagið í samvinnu við aðildarfélag Árnessýslu og HSU býður upp á ráðgjöf og stuðning fyrir þá sem hafa greinst með krabbamein og aðstandendur. Þjónustan býðst einnig þeim sem hafa misst ástvin úr krabbameini.

Starfsmaður frá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins Lóa Björk Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur, er á Selfossi annan hvern föstudag og býður upp á einstaklingsviðtöl á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.Viðtölin eru fólki að kostnaðarlausu.

Hafir þú þörf fyrir ráðgjöf og stuðning varðandi það sem þú ert að upplifa, til dæmis sálræna líðan,félagsleg réttindi eða líkamleg einkenni hvetjum við þig til að panta tíma.

Comments are closed.