arnessysla@krabb.is 482 1022

50 ára afmælishátíð

Afmælishátíð Krabbameinsfélag Árnessýslu var haldin laugardaginn 29.maí 2021.

Um tvö hundruð manns komu í afmæliskaffi þar sem boðið var uppá afmælistertu frá GK bakarí, vöfflur frá Vilko með rjóma frá MS, pylsur frá SS í brauði frá Myllunni með sósum frá Esju gæðafæði, drykki frá Vífilfell, kanilsnúða og kleinur frá HP Kökugerð.

Um leið og við þökkum öllum fyrir komuna er styrktaraðilum og Velunnurum sendar sérstakar þakkir, ykkar styrkur eflir okkur.

Svanhildur Ólafsdóttir formaður Krabbameinsfélags Árnessýslu

Svanhildur Ólafsdóttir formaður Krabbameinsfélags Árnessýslu

Kveðja frá formanni.
Fyrir fimm árum síðan, rétt að lokinni fyrri krabbameinsmeðferð, kom ég inn í starfsemi Krabbameinsfélags Árnessýslu í fyrsta sinn. Þar tók á móti mér kærleikur og hlýja, einstaklingar með reynslu og þekkingu á því að takast á við krabbamein og voru tilbúnir að veita mér áheyrn og styrk. Allt frá fyrstu kynnum mínum við félagið hef ég haft sterkar taugar til starfsemi þess og viljað leggja mitt af mörkum til að félagið eflist í þágu fleiri einstaklinga sem þurfa á félaginu að halda.

Rétt eins og ég þurfti og þarf enn á því að halda.

Starfsemi slíkst félags verður ekki til að nafninu einu saman. Á bakvið Krabbameinsfélag Árnessýslu stendur hópur fólks sem er tilbúinn að gefa af sér á einn eða annan hátt, deila reynslu sinni, veita áheyrn, vera til staðar, styðja og styrkja.

Krabbameinsfélag Árnessýslu fagnar nú fimmtíu ára afmæli sínu. Saga þess er áhugaverð og gaman að líta til þeirra markmiða sem lagt var upp með í byrjun, að koma á fót leitarstöð fyrir krabbamein í samvinnu við Krabbameinsfélag Íslands og Heilsuverndarstöð Selfoss (sögu félagsins má lesa hér í blaðinu). Því markmiði var náð með myndarlegum hætti og skipti gríðarlega miklu til að greina krabbamein á frumstigi og þar með að auka lífslíkur þeirra sem greindust. Nú, fimmtíu árum síðar, hafa bæði markmið og ásýnd félagsins í samfélaginu breyst töluvert. Það er orðið stærra hlutverk aðildarfélaga, líkt og Krabbameinsfélags Árnessýslu að huga að andlega og félagslega þættinum, veita stuðning og ráðgjöf bæði til nýgreindra og aðstandenda þeirra.

Það er orðið aukin samfélagsleg vitun um áhrif þess að greinast með krabbamein, um þörfina á andlegum stuðningi og mikilvægi þess að fá að tilheyra hópi jafningja. Það er ekki lengur þörf á að fara í gegnum ferlið á hnefanum, það þykir ekki lengur þörf á að hlífa börnunum frá sannleikanum og það er ekki lengur tabú að leita sér hjálpar.

Það er ekki sjálfsagt að lifa af baráttuna við krabbamein og allmarga félagana höfum við þurft að kveðja sem háðu ósigrandi baráttu við þessa íllvígu ógn. Þeirra minnumst við með þakklæti og hlýju fyrir að hafa fengið að vera hluti af þeirra dýrmæta lífi.

Um leið og ég óska félaginu mínu til hamingju með stórafmælið, þakka ég fyrir það traust sem mér hefur verið sýnt í formannssætinu síðustu fimm ár. Ég er þakklát fyrir það sterka og samrýmda samfélagið sem félagið hefur á bak við sig, bæði virka félaga í starfinu og ekki síður fyrirtæki,

élagasamtök, verslanir, einstaklinga og hópa sem hafa lagt starfseminni lið ýmist með fjármagni eða vinnuframlagi og gert okkur þar með kleift að vaxa og eflast enn frekar.

Saman erum við sterkari!
Svanhildur Ólafsdóttir, formaður

Þú getur flett Afmælisrit Krabbameinsfélags Árnessýslu í rafrænu formi. SMELLTU Á MYNDINA AF FORSÍÐUNNI eða SMELLA HÉR