arnessysla@krabb.is 482 1022

Félagsstarf

Fjölbreytt og skemmtilegt félagsstarf hefur skapast innan félagsins. Auk stuðningshópana og reglulegra viðburða hefur félagið boðið uppá jóga einu sinni í viku þar sem Yoga Sálir hafa tekið á móti félögum og leitt hópinn í slökun. Tvisvar sinnum á ári fer hópurinn saman í ferð þar sem ýmist er gist eða komið til baka samdægurs. Á haustin hefur verið gist í Bergheimum, húsnæði Líknar-og vinafélagsins Bergmáls, á vorin er boðið uppá fjögurra vikna golfnámskeið í samtarfi við Golfklúbb Selfoss og lýkur námskeiðinu með litlu innanfélagsmóti. Einnig er farin dagsferð á vorönn þar sem önnur aðildarfélög eru heimsótt. Allir viðburðir og félagsstarf er auglýst sérstaklega á heimasíðu félagsins og á samfélagsmiðlum.

Jafningjahópar

Stuðningshópur Krabbameinsfélags Árnessýslu
Brosið
byggir á jafningjastuðningi þar sem öllum er tekið opnum örmum og þeim mætt þar sem þeir eru staddir. Hópurinn samanstendur af einstaklingum sem greinst hafa með krabbamein, eru í krabbameinsferli eða hafa lokið ferli.

Brosið er einnig fyrir aðstandendur og eftirlifandi maka.
Samveran byggir á gagnkvæmri virðingu, samhug og trausti. Innan hópsins upplifir fólk skilning á þeim aðstæðum sem það er statt í og frelsi til að takast á við tilfinningar sínar í öllu því veldi sem þær birtast hverju sinni.
Hist er annan hvern fimmtudag kl.17:00 í húsnæði Rauða Krossins á Selfossi, að Eyravegi 23.

Allir eru velkomnir að mæta, kynna sér starfsemi félagsins og fá upplýsingar um þjónustuna.

Best er að finna okkur á facebook undir hópnum Brosið og senda þar beiðni um inngöngu. Þar koma allar tilkynningar varðandi starfsemina.
Einnig er gott að fylgjast með fréttum á fecebooksíðu Krabbameinsfélag Árnessýslu.

Sími Krabbameinsfélags Árnessýslu er 788 0300 og er opinn alla virka daga frá 13:00-16:00, netfangið er arnessysla@krabb.is

Smárarnir, Stuðningshópur Krabbameinsfélag Árnessýslu fyrir karla
Jafningjastuðningur, fræðsla og afþreying fyrir karla sem hafa greinst með krabbamein, eru í krabbameinsferli eða hafa lokið ferlinu.
Hópurinn er einnig fyrir karla sem eru aðstandendur krabbameinsgreindra

Hópurinn byggir á samveru sem einkennist af gagnkvæmri virðingu, samhug og trausti.

Innan hópsins upplifa menn skilning á þeim aðstæðum sem þeir er staddir í og frelsi til að takast á við tilfinningar sínar í öllu því veldi sem þær birtast hverju sinni.

Reglulega er boðið uppá ýmsa fræðslu og skemmtilega afþreyingu.
Hist er annan hvern þriðjudag kl.18:00 í húsnæði Rauða Krossins á Selfossi að Eyravegi 31.

Gott að fylgjast með fréttum á fecebooksíðu Krabbameinsfélag Árnessýslu.
Sími Krabbameinsfélags Árnessýslu er 482 1022 og er opinn alla virka daga frá 13:00-16:00, netfangið er arnessysla@krabb.is