arnessysla@krabb.is 482 1022

Lög Krabbameinsfélag Árnessýslu

Krabbameinsfélag Árnessýslu, 430797-2209. Eyravegur 23, 800 Selfoss

Lög Krabbameinsfélag Árnessýslu

1.gr  Nafn og staða

Félagið heitir Krabbameinsfélag Árnessýslu.

Félagið er sjálfstætt áhugamannafélag og er aðildarfélag Krabbameinsfélags Íslands. Heimili félagsins og varnarþing er á Selfossi.  

2.gr. Tilgangur

Krabbameinsfélag Árnessýslu hefur þann tilgang að styðja við þá einstaklinga sem greinast með krabbamein og aðstandendur þeirra. Miðla upplýsingum og fræðslu er varðar sjúkdóminn og afleiðingar hans. Félagið hefur þann tilgang að stuðla að forvarnarstarfi sem miða að fækkun krabbameina.

Er því sinnt meðal annars með jafningjastuðningi, fræðslu fyrirlestrum, námskeiðum, símaráðgjöf, hópastarfsemi, hreyfingu og samverum.

3.gr.  Félagsaðild

Félagi getur hver sá einstaklingur verið sem aðhyllist tilgang félagsins og greiðir því tilskilið árgjald, sem skal ákveðið á aðalfundi. Skuldlausir félagar hafa atkvæðisrétt á aðalfundi.

4.gr.  Aðalfundur

Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum félagsins. Hann skal halda í apríl ár hvert. Skal hann boðaður með að minnsta kosti tveggja vikna fyrirvara. Fundurinn er lögmætur er til hans er löglega boðað. Á aðalfundi skulu jafnan tekin þessi mál:

  1. Kjósa fundarstjóra og fundaritara
  2. Skýrsla stjórnar fyrir síðastliðið starfsár. 
  3. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.  
  4. Kosning stjórnar og skoðunarmanna
  5. Upphæð árgjalds ákveðin.
  6. Önnur mál. 

5.gr.  Stjórn

Stjórn félagsins er skipuð fimm mönnum auk tveggja varamanna. Formaður skal kosinn sérstaklega til tveggja ára í senn. Meðstjórnendur, sem eru fjórir, eru einnig kosnir til tveggja ára  en kosið er árlega um tvo meðstjórnendur. Varamenn eru kosnir árlega til eins árs. Einungis félagsmenn geta gefið kost á sér til stjórnarsetu og formennsku í félaginu. Á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund skiptir stjórn með sér verkum og velur varaformann, ritara, gjaldkera og meðstjórnanda. Stjórnin skipar nefndir til starfa fyrir félagið.   

Formaður boðar til stjórnarfunda að jafnaði fjórum sinnum yfir starfsárið. Stjórnarfund skal kalla saman ef fjórir stjórnarmenn eða fleiri óska þess.

Formaður situr aðalfund Krabbameinsfélag Íslands ár hvert og stjórnin kýs einn fulltrúa með honum á fundinn.  

6.gr. Stjórnarfundir

Stjórnarfundi skal halda að minnsta kosti fjórum sinnum á ári og skulu þeir að jafnaði boðaðir með viku fyrirvara. Skylt er að boða stjórnarfund ef tveir stjórnarmenn óska þess. 

7.gr. Félagsfundir

Aðra félagsfundi skal halda þegar stjórnin telur ástæðu til eða minnst einn fimmti hluti félagsmanna óskar þess. Skal boða til slíkra funda með sama hætti og til Aðalfunda.

8.gr. Fjármál

Reikningsár félagsins er almanaksárið. Gjaldkeri félagsins heldur utan um fjármál félagsins en ársreikningur er gerður af löggiltum endurskoðanda.

8. gr. Lagabreytingar

Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi. Til þess þarf 2/3 greiddra atkvæða. Skal þess getið í fundarboði ef tillögur til lagabreytinga verða lagðar fram á fundinum. Aldrei má breyta lögunum þannig að raskað sé megintilgangi félagsins sbr. 2 grein

9.gr. Slit

Til þess að leggja félagið niður þarf samþykki 3/4 fundarmanna á aðalfundi, enda hafi áformum um félagsslit verið getið sérstaklega í fundarboði. Verði félagið lagt niður skal eignum þess varið til líknarfélags eða ráðstafað á annan hátt til hagsbóta fyrir krabbameinssjúklinga, samkvæmt ákvörðun aðalfundar. Því ákvæði má aldrei breyta.

Lög endurskoðuð, yfirfarin og samþykkt á stjórnarfundi Krabbameinsfélags Íslands 6. maí 2020