arnessysla@krabb.is 482 1022

Stuðningur

Félagið er með tvo stuðningshópa sem hittast reglulega hálfsmánaðarlega. Annar hópurinn nefnist Brosið og er opinn öllum þeim sem hafa greinst með krabbamein, sama hvar þeir eru staddir í ferlinu eða hafa lokið því sem og aðstandendum þeirra. Hópurinn er ætlaður báðum kynjum og er hist annan hvern fimmtudag kl.17:00.

Einnig er félagið með stuðningshóp, Smárana, sem er eingöngu fyrir karlmenn og hittist sá hópur annan hvern þriðjudag kl.18:00.

Í stuðningshópunum gefst fólki færi á að eiga í samskiptum og samræðum við jafningja sem hafa sömu eða svipaða reynslu og gott er að ræða við um upplifun af sjúkdómnum og aukaverkunum. Hópurinn byggir á virðingu, skilningi og gagnkvæmu trausti félagsmanna. Í hópunum skapast iðulega umræða um dagsdaglegt líf og reynist líka oft gott að koma í góðan félagsskap eingöngu til að gæða sér á kaffi og súkkulaði.