arnessysla@krabb.is 482 1022

Brjóstaþreifing

Þreifaðu brjóstin reglulega

Brjóst eru mjúk líffæri sem liggja utan á brjóstholi og því oft hægt að greina mein í þeim á byrjunarstigi með því að mæta reglulega í brjóstamynd og skoða brjóstin.

Með því að skoða brjóstin þín reglulega lærir þú í leiðinni að þekkja þau og verður öruggari að greina ef einhverjar breytingar verða í þeim.

Konur hafa stundum áhyggjur af eymslum eða verkjum í brjóstum en þau einkenni eru nær undantekningalaust af saklausum toga.

Best er að skoða brjóstin einu sinni í mánuði, viku til tíu dögum eftir að blæðingar hefjast. Þá eru brjóstin mýkst. Áferð brjósta getur breyst með tíðahring og einnig með aldrinum eins og við tíðahvörf. Eftir tíðahvörf er best að þreifa brjóstin á svipuðum tíma í hverjum mánuði, til dæmis fyrsta sunnudag í hverjum mánuði.

Ef eftirfarandi einkenni eru til staðar skaltu leita til læknis eða ráðfæra þig við hjúkrunarfræðing á leitarstöð í síma 540 1960.

Comments are closed.