arnessysla@krabb.is 482 1022

Knúsarinn- hönnunarsamkeppni!

Krabbameinsfélag Árnessýslu efnir til hönnunarsamkeppni á prjónuðum eða hekluðum bangsa sem mun gegna stóru hlutverki innan félagsins.

Bangsinn mun hafa það hlutverk að bera hlýju og kærleika til þeirra sem fá hann að gjöf og veita huggun á erfiðum tímum.

Hönnuðir skila uppskrift og einum fullbúnum Knúsara fyrir 26.maí 2020 n.k og sigurvegari keppningar verður krýndur á Aðalfundi félagsins þann 27.maí 2020.

Vegleg verðlaun eru í boði fyrir sigur-hönnunina!!  

Hugmyndum má skila þann 26.maí milli 11:00 og 13:00 til Krabbameinsfélag Árnessýslu að Eyravegi 23 á Selfossi eða hafa samband í síma 788 0300 varðandi annan skilatíma.

Farið verður með allar hugmyndir í fullum trúnaði og þeim hugmyndum sem ekki hljóta verðlaun verður skilað aftur til sinna hönnuða.

Krabbameinsfélag Árnessýslu
S: 788 0300

Comments are closed.