arnessysla@krabb.is 482 1022

Makahópur Krabbameinsfélags Árnessýslu.

Frá haustmánuðum 2019 og fram til vorsins 2020 vann Stefanía Þóra félagsráðgjafi að lokaverkefni sínu til mastersprófs í félagsráðgjöf. Vann hún rannsókn á upplifun maka krabbameinsgreindra einstaklinga. Niðurstöður rannsóknarinnar leiða í ljós að mikil þörf er á sértækum stuðningi við maka í krabbameinsferlinu.

Krabbameinsfélag Árnessýslu bregst við þessum niðurstöðum og kemur nú á fót jafningjastuðningshópi fyrir maka í krabbameinsferli. Hópurinn er ætlaður þeim sem hafa gengið í gegnum eða eru að ganga í gegnum ferlið með maka sínum.

Hópurinn verður undir handleiðslu Stefaníu Þóru félagsráðgjafa og Svanhildar Ólafsdóttur félagsráðgjafa og fjölskyldufræðings. Kynningarfundur verður haldinn miðvikudaginn 28. október kl.19:30
Verið velkomin

ATH vegna fjölda- og fjarlægðartakmarkana er nauðsynlegt að skrá þátttöku svo hægt sé að gera ráðstafanir. Senda má skráningu á netfangið arnessysla@krabb.is eða í skilaboðum á facebook.

Comments are closed.