Svanhildur Inga Ólafsdóttir
(Formaður)
Svanhildur Ólafsdóttir er formaður Krabbameinsfélags Árnessýslu.
Svanhildur er menntaður félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur og er starfandi teymisstjóri Geðheilsuteymi HSu auk þess sem hún rekur Velferð, fræðslu-og velferðarmiðstöð. Svanhildur var kjörin formaður félagsins á Aðalfundi í maí 2016 og hefur síðan þá sinnt því starfi af metnaði og alúð. Svanhildur er fædd og uppalin í Vestmanneyjum en hefur verið búsett á Selfossi í rúm þrjátíu ár. Svanhildur er gift Ölver Jónssyni flugstjóra og eiga þau fimm börn.