arnessysla@krabb.is 482 1022

Vegleg gjöf!

Jón Magni Ólafsson, listmálari. Svanhildur Ólafsdóttir formaður og Ingibjörg Jóhannesdóttir, stjórnarmaður.

Föstudaginn 23.október kom Jón Magni Ólafsson mjólkufræðingur og listmálari færandi hendi og gaf Krabbameinsfélagi Árnessýslu málverk sem hann málaði í kjölfar þess að greinast með blöðruhálskirtilskrabbamein fyrir um átta árum síðan. Magni segir að verkið sé tákrænt fyrir það hvernig er að greinast með krabbamein. Dökku litirnir tákna myrkrið og þungan sem fylgir því að greinast og takast á við óvissuna. Skipsstrandið tákni sjúkdóminn sem veldur því að lífið lífði skyndilega stöðvast og það er eins og maður sé fastur á skeri. Geislarnir sem brjótast í gegnum myrkrið og storminn eru tákn vonarinnar sem ávallt er til staðar og lýsir leiðina í ferlinu. Sjómaðurinn sem stendur vörðinn er tákn Krabbameinsfélagsins sem er stuðningur og styrkur við þann krabbameinsgreinda sem og aðstandendur hans. Í fjarska má sjá rauðleitt skip sigla óheft inn fjörðinn, rauður er litur lífsins og skipið táknrænt fyrir sigurinn sem hlaust og lífið heldur áfram. Krabbameinsfélag Árnessýslu er Magna einstaklega þakklátt fyrir dýrmæta gjöf og táknrænt verk sem snertir okkur öll

Comments are closed.