arnessysla@krabb.is 482 1022

Spennandi tímamót!

Í tæplega fimmtíu ára sögu Krabbameinsfélags Árnessýslu, er starfsemi þess nú í fyrsta sinn í eigin húsnæði. Er um mikilvægt framfara skref að ræða sem eykur sýnileika og aðgengi að félaginu. Húsnæðið, sem tekið er á leigu til langtíma, fékkst afhent þann 1.október s.l og hófust stax heilmiklar endurbætur og breytingar á húsnæðinu. Unnið var frá morgni og langt fram á kvöld í tæpar tvær vikur, allir sem gátu lögðu sitt af mörkum og gáfu vinnu sína til félagsins. Við leyfum myndunum að tala sínu máli en hvetjum alla til að koma í heimsókn að skoða aðstöðuna og kynna sér starfsemi félagsins um leið. Fasta opnunartíma má finna á heimasíðu og facebooksíðu félagsins, Krabbameinsfélag Árnessýslu. Einnig er hægt að hafa samband í síma 788 0300.

Comments are closed.